149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[21:08]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég er sammála þeirri nálgun sem hann hafði á spurningu mína, að við þurfum að leita leiða til að aðlaga gjaldtökuna því sem reksturinn stendur undir hverju sinni. Þá langar mig að spyrja hv. þingmann hvort hann telji skynsamlegt að skoða það í næsta snúningi, næsta dansi, að skipta nálguninni upp í fleiri útgerðartegundir en nú er. Nú er auðvitað tekin dálítið heildstæð nálgun á þetta og síðan er þessi afsláttur sem kemur neðan frá.

Sér hv. þingmaður fyrir sér að það gæti verið skynsamlegt, bara svo dæmi sé tekið, að skipta útgerðum landsins upp í fjóra til sex flokka, svo dæmi sé tekið, án þess að það sé neitt útfært sérstaklega, í stað þess að nálgast þetta eins og núna er, að um sé að ræða einn flokk sem nái yfir heildina?