149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[17:03]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Við erum nú komin að lokum þessarar atkvæðagreiðslu og nú er að taka gildi nýtt fyrirkomulag veiðigjalda. Það er í boði Framsóknarflokksins, það er í boði Sjálfstæðisflokksins og það er í boði Vinstri grænna og það er í boði Miðflokksins. Ég held að það sé rétt að hafa í huga, nú þegar á að lækka veiðigjöld um 4 milljarða, hverjir það eru sem standa að þessu nýja fyrirkomulagi. Þannig er nú það.