149. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2018.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

155. mál
[18:35]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Honum þykir þessi aukning upp á 300 milljónir ekki há fjárhæð. Þetta eru 70 milljónir vegna nýs skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, 170 milljónir til að vega upp á móti kostnaði við uppskiptingu ráðuneytanna í nýjum ráðuneytisstjóra og skrifstofuhald í velferðarráðuneytinu sjálfu, og þarna eru 40 milljónir í vanáætlun á kostnaði við uppskiptingu innanríkisráðuneytisins á sínum tíma. Mér þykja þetta verulegir fjármunir. Mér þykir mikilvægt að framkvæmdarvaldið rökstyðji vel, þegar ráðast á í slíka kostnaðaraukningu, hverju það skilar.

Það sem skiptir mestu máli í þessu og ég tek undir með hv. þingmanni er að velferðarráðuneytið er það ráðuneyti sem heldur hér á nærri helmingi ríkisútgjaldanna. Það hefur ítrekað verið talað um það, bæði innan stjórnsýslunnar og utan, að þar séu veruleg tækifæri til mikils hagræðis fyrir ríkissjóð með auknu samstarfi milli þessara málaflokka. (Forseti hringir.) Hér er beinlínis verið að ganga í hina áttina. Þetta er alveg einstaklega léleg meðferð á skattfé að mínu viti.