149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

útflutningur hrossa.

179. mál
[16:27]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta er kannski ekki eitt af stórmálum ríkisstjórnarinnar í vetur en þetta mál er dæmigert mál sem getur vel beðið. Það snýst um að hækka gjöld eða í rauninni að hækka skatta á greinina sem hún hefur að hluta til beðið um sjálf, til að gæta allrar sanngirni. En ég tel miklu betra að beðið verði með gjaldahækkunina og málið skoðað í heild sinni, að farið verði í endurskoðun á þessum sjóði því að ég tel að greinin geti sjálf komið sér saman um það í staðinn fyrir að láta ríkissjóð vera millilið eða innheimtuaðila fyrir hana. Þess vegna tel ég mikilvægt að tilgangur sjóðsins og markmið verði endurskoðuð. Ég efast ekki um að greinin sjálf geti staðið mun betur á þessu án þess að ríkið þurfi að skerast í leikinn.

Þess vegna mun ég ekki greiða atkvæði með þessu máli.