149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

155. mál
[16:32]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Fyrir liggur breytingartillaga við þessa þingsályktunartillögu sem felur í sér að þingið lýsi nokkurs konar hlutleysi gagnvart þessari tillögu, þ.e. styðji ekki þessa breytingu heldur láti nægja að segja að hún fari ekki í bága við lög um Stjórnarráð Íslands. Skoðun mín og 1. minni hluta nefndarinnar er sú að almennt séð sé skynsamlegt að forsætisráðherra ráði þessum málum en lögin eru eins og þau eru úr garði gerð. Verði þessi tillaga felld mun ég ekki styðja upphaflegu tillöguna heldur greiða atkvæði gegn henni þar sem ég styð ekki þá uppskiptingu sem gert er ráð fyrir, en lögin eru eins og þau eru.