149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:45]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég biðst velvirðingar á ónákvæmninni enda hafði ég þetta bara eftir minni og þeirri tilfinningu og skilningi sem ég fékk á orðum hv. þingmanns undir liðnum störf þingsins. Ég ætlaði ekki að vera ónákvæmur hvað það varðar. (ÓBK: Þetta er meira en ónákvæmni.) Mér fannst það alla vega ekki. Mér fannst þessi almenni skilningur sem ég fékk á ræðu hv. þingmanns vera sá að staðan hefði aldrei verið betri og það var sú almenna tilvitnun sem ég var að vísa til og vildi þá að auki bæta því við að þá þyrfti að taka til ákveðinna hluta þegar um stöðuna í heild er að ræða.