149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

tilkynning.

[13:33]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseta barst tilkynning fyrr í dag, þann 7. desember 2018, um mannabreytingar í nefndum þingsins á grundvelli 2. mgr. 16. gr. laga um þingsköp Alþingis. Inga Sæland mun taka sæti Ólafs Ísleifssonar í fjárlaganefnd og Ólafur Ísleifsson mun taka sæti í atvinnuveganefnd. Guðmundur Ingi Kristinsson mun taka sæti sem aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs í stað Ólafs Ísleifssonar en Inga Sæland sem varamaður. Þá mun Guðmundur Ingi Kristinsson taka sæti sem varamaður í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins í stað Karls Gauta Hjaltasonar.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.

Borist hefur tilkynning um breytingu á stjórn þingflokks Flokks fólksins og verður Inga Sæland varaformaður.