149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[14:09]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Virðulegur forseti. Þessi tillaga er um að áformum um niðurgreiðslu til bókaútgáfu verði frestað að sinni og fjármunir veittir í annað, svo sem að tryggja elli- og örorkulífeyrisþegum aukinn kaupmátt. Þetta er dæmi um breytta forgangsröðun.

Ég segi já.