149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[14:50]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það veldur mér áhyggjum og vonbrigðum hvernig sumir þingmenn hér, sem ég hélt að hefðu skilning og innsýn inn í atvinnulífið, tala um veiðigjöld, að verið sé að lækka þau, þegar staðreyndin er t.d. sú að árið 2017 lækkaði afkoma íslenskra fiskveiða um 79%. Samkvæmt gildandi lögum um veiðigjöld, sem nú verður breytt, þá þurrkast þetta ár út. Það kemur aldrei til innheimtu veiðigjalda á grunni þessa hroðalega árs 2017, sem hefði leitt til liðlega 2 milljarða veiðigjalda að óbreyttu. Þvert á móti er hér verið að taka skynsamlegt skref, færa álagninguna að afkomu fyrirtækjanna nær rauntíma.