149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[15:02]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Virðulegur forseti. Þetta er breytingartillaga frá minni hluta um að viðhalda efnislega óbreyttum ákvæðum við útreikning veiðigjalda á næsta ári meðan leitast verði við að ná fram víðtækari sátt um málið. Í ljósi þess sem hefur ítrekað komið fram í umræðu um þetta mál er einmitt svo ánægjulegt að sjá að hagur sjávarútvegs batnar verulega á þessu ári þegar kemur til greiðslu á veiðigjöldum næsta árs. Það er því ekkert að óttast í afkomu greinarinnar, að hún standi ekki undir óbreyttu reikningsfyrirkomulagi. Því leggjum við til að því verði viðhaldið á næsta ári og tíminn nýttur til að reyna að ná víðtækari sátt í þingsal til að skapa stöðugleika fyrir þessa grein til lengri tíma litið, þannig að hér sé ekki rifist um reikningsfyrirkomulag veiðigjalda á hverju ári.

Því segi ég já.