149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[17:18]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Hv. þingmaður talaði í ræðu sinni um að þetta mætti ekki vera geðþóttaákvörðun konunnar. Þá spyr ég: Hver dæmir um það? Er það þá einhver karlmaður sem ákveður hvort það sé geðþóttaákvörðun eða ekki? Það var það sem ég var að vísa í áðan.

Hv. þingmaður talar mikið um réttinn til lífs sem er orðræða sem er mikið notuð af andstæðingum fóstureyðinga, eða þungunarrofs eins og við köllum það nú, í heiminum, og mig langar til að spyrja: Hvað er það nákvæmlega við þetta frumvarp sem hv. þingmaður setur sig gegn? Er það einungis tíminn, þessi 21 vika plús sex dagar? Eða hvað er það nákvæmlega? Það væri fróðlegt að heyra.