149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

um fundarstjórn.

[19:47]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Við erum búin að tala mikið um skort, ekki bara skort á pólitískri sátt, þverpólitískri sátt, heldur skort á tilraunum til þess. Ég get alveg skilið að ekki næst alltaf sátt og nýlegt dæmi um það er afgreiðsla veiðigjaldafrumvarpsins fyrr í dag. Stundum er það ekki hægt, stundum er skoðanaágreiningurinn of mikill. En það er himinn og haf á milli þess og svo beinlínis þess að leitast við að setja mál í ágreining, að leita eftir átökum, leita eftir ágreiningi, af því að — hver veit? Þetta mál hafði og hefur enn, vegna þess að enn er von, alla burði til að vera unnið hér af þingheimi öllum því að ég held að allir, megi segja, geri sér grein fyrir því að endurskoða þarf fjármögnun samgöngukerfisins okkar, allir eru til í þá vinnu. En að velja þá leið að fara í ágreining og átök er óskiljanlegt.