149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019.

2. mál
[11:14]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við erum hér að greiða atkvæði um frumvarp sem verður til þess að álögur á einstaklinga, bætur í formi barnabóta og vaxtabóta og álögur á atvinnufyrirtæki munu lækka um 7,9 milljarða á næsta ári og um tæplega 12 milljarða árið 2020.

Það er skynsamleg og réttmæt ráðstöfun að hækka persónuafslátt umfram lögbundið viðmið. Það er skynsamleg og réttlát ákvörðun að hækka barnabætur verulega og beina þeim fyrst og fremst til þeirra sem þurfa á því að halda og lakast standa. Það er skynsamleg ákvörðun að hækka vaxtabætur og beina þeim fyrst og fremst til þeirra sem þurfa á að halda.

Þetta eru 7,9 milljarðar á komandi ári, þetta eru tæpir 12 milljarðar (Forseti hringir.) á árinu 2020. Það er þess vegna sem við ættum öll að sameinast um að styðja þetta frumvarp.