149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

umboðsmaður barna.

156. mál
[11:28]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um embætti umboðsmanns barna, breytingu á þeim lögum sem hafa lítið breyst síðan 1994. Hér er verið að styrkja embættið umtalsvert, það er verið að bæta við verkefnum, m.a. barnaþingi og fleiri þáttum. Það er afar ánægjulegt að hv. velferðarnefnd náði fullri samstöðu um þetta mál og það er einkar gleðilegt að við skulum greiða atkvæði um það hér í dag.