149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

fjáraukalög 2018.

437. mál
[10:36]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Píratar eru með breytingartillögu við fjáraukalög sem snúast nákvæmlega um þetta, að þeir fjárlagaliðir sem ekki standast lög um opinber fjármál vegna þeirra skilyrða sem þar eru sett, séu einfaldlega felldir. Það er ekki flóknara en það.

Fram kom í umræðum í gær að það væri ákveðin innleiðing á lögum um opinber fjármál, en það er ekkert slíkt að finna í lögunum sjálfum. Það eru nokkrar greinar sem eru með ákveðið innleiðingarferli, eins og ársskýrslur ráðherra, en ekkert um að fara ekki eftir skilyrðum um lög um opinber fjármál. Fram komu jákvæðar raddir um að nú væri innleiðingarferlinu í alvörunni lokið. Ég hlakka til að sjá alvöru þess máls í komandi fjármálaáætlun og fjárlögum næsta árs.