149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

471. mál
[15:05]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Þetta átti að vera um atkvæðagreiðsluna, ég var eilítið of sein en það skiptir svo sem ekki öllu máli. Ég ætlaði bara að lýsa yfir ánægju minni með að þetta mál væri komið þetta langt, komið hingað að lokum, vegna þess að tilgangurinn er fyrst og fremst að auka gæði þeirrar vinnu sem við sinnum hér á hverjum einasta degi.

Mig langaði fyrst og síðast að þakka öðrum þingflokksformönnum fyrir gott samstarf í að koma þessu máli áfram. Það er ekki alltaf einfalt þegar um er að ræða flokka með mismunandi nálgun. En sérstaklega langar mig að þakka starfsfólki Alþingis fyrir þá vinnu sem það lagði af mörkum. Það skiptir náttúrlega máli með samhengið þannig að ég þakka fyrir það ágæta samstarf sem náðist í þessu máli, bæði af hálfu þingmanna, þingflokksformanna og starfsfólks Alþingis.