149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[15:17]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill aðeins upplýsa að forseta bárust engar óskir um þátttöku hv. þingmanna í umræðunni. Þau skilaboð komust aldrei þangað þannig að þegar gengið var frá samkomulagi um þessa umræðu á vettvangi formanna þingflokka lá engin slík beiðni fyrir. Af þeim ástæðum telur forseti sig ekki geta horfið frá því samkomulagi sem búið var að gera um umræðuna og þann ramma sem utan um hana gildir.

Forseti heitir hv. þingmönnum því að þeirra réttur, eins og hann er til staðar í þingsköpum, til að mynda varðandi umræður um stefnuræðu forsætisráðherra, eldhúsdag að vori og eftir atvikum að öðru leyti, verður virtur.