149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[15:32]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið. Nú virðist hópur í samfélaginu vera kominn með glampa í augun vegna sölu á bönkunum og hefur hæstv. fjármálaráðherra raunar talað um að helst verði að hefja söluferlið fyrir lok kjörtímabilsins og vísar þar í stjórnarsáttmála. Meiri hluti landsmanna er aftur á móti jákvæður gagnvart því að ríkið eigi áfram hlut í bönkunum. Hver er afstaða forsætisráðherra gagnvart sölu á Íslandsbanka og stórum hlut Landsbankans? Telur hún, eins og félagi hennar í ríkisstjórninni, æskilegt að hefja söluferli á kjörtímabilinu?