149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[15:48]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið. Ég skil það þannig að það sé forsenda þess að menn geti selt banka að menn breyti tilteknu regluverki fyrst þannig að það er þá skilyrt því að gerðar verði einhverjar breytingar á regluverki áður en til sölu kemur. Var talað um að selja hugsanlega hluta Íslandsbanka. Landsbanki var ekki nefndur. Ég velti fyrir mér hvort það sé af ásettu ráði.

Hið þriðja er létta spurningin í þessum andsvörum. Hún er um hvalveiðar. Nú er nýbúið að gefa út merka skýrslu um þjóðhagslega hagkvæmni hvalveiða og þykir nú mönnum sitt hvað um ágæti þeirrar skýrslu og efnistök. Hafa sumir tekið býsna sterkt til orða um ýmis atriði þar. Hver er stefna hæstv. forsætisráðherra varðandi hvalveiðar við Íslandsstrendur? Er hún ánægð með þessa skýrslu?