149. löggjafarþing — 56. fundur,  23. jan. 2019.

mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi.

274. mál
[15:54]
Horfa

Flm. (Guðjón S. Brjánsson) (Sf) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Hvort á þessari þingsályktunartillögu sé mark takandi veltur á því hvernig umfjöllun hún fær. Vonandi verður hún samþykkt.

Varðandi orð mín í störfum þingsins þá leyfði ég mér að hafa orð á því að það eru skoðanir í samfélaginu sem við teljum að séu þess eðlis að þær mótist af vanþekkingu, fordómum. Sú orðræða sem átti sér stað hér í desember varðandi Marrakesh-samninginn var greinilega ekki til að skiptast á skoðunum um málefni innflytjenda eða flóttamanna heldur til að afvegaleiða umræðuna. Þetta var mikill misskilningur, virtist vera. Tónninn í henni virtist vera nokkuð ljós eins og ég upplifði það. Ég vil leyfa mér að hafa það frelsi að gera athugasemdir við málflutninginn. En ég er ekki að fordæma með því.