149. löggjafarþing — 57. fundur,  24. jan. 2019.

búvörulög.

295. mál
[16:57]
Horfa

Elvar Eyvindsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Já, ég held að tímabært sé að gera þetta. En ég má til með að nefna, og kann að vera að það sé innlegg í umræðuna um afurðastöðvamálið sem ég kem kannski betur að á eftir, að Mjólkursamsölunni og Kaupfélagi Skagfirðinga er gert að selja smærri fyrirtækjum sem vilja líka sprikla á markaðnum hráefni á mjög góðu verði og að ég tel líklega undir því verði sem þau þurfa sjálf að borga. Það er ekkert óeðlilegt við það í ljósi stærðar að smærri fyrirtæki geti keypt þarna á lægra verði. Það er vel og ég sé ekki betur en að þau blómstri þessa dagana og komi með nýjungar og er margt jákvætt að gerast á þeim slóðum.