149. löggjafarþing — 59. fundur,  30. jan. 2019.

almenningssamgöngur og borgarlína.

[16:10]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Þetta var skemmtilegt. Það var samt sem áður annað brot sem var framið hérna, sem er að það þarf að þýða. Ef maður biður forseta um að fá að tala á ensku og þingmálið er íslenska þá þarf að þýða það, en þingmaðurinn veit það. Og aftur minnir forseti ræðumenn á að halda ræðutíma og kannski væri ekki úr vegi að tímasetja ræðurnar áður en þeir koma í ræðustól til að aðstoða við þingstörfin.