149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[16:37]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þetta með ábatann er auðvitað lykilatriði og viðmiðið sem um var rætt, 1/6 til 1/3 af 600 kr., byggir á ákveðnum forsendum og verður að vera með í þessari umræðu. Ábatinn er þannig að veggjöldin mega ekki vera hærri en svo að ábatinn sé meiri eða jafn hár og veggjöldin. Það var ég að reyna að rekja hér áðan.

Ég held að veggjaldaumræðan hafi í raun og veru verið í gangi í mörg ár. Þetta hefur komið upp aftur og aftur. En ég verð að hryggja hv. þingmann með því að ég get ekki svarað fyrir það hvenær hún hófst í haust. Hann getur kannski upplýst þetta betur sjálfur. Ég var of upptekinn í mínum fjórum nefndum til að muna þetta allt saman. Innan nefndarinnar (Forseti hringir.) fengum við töluvert miklar heimsóknir. Ætli nefndin hafi ekki fengið 100–150 manns á fund sinn? Þar urðu umræður og upplýsingar sem þingmenn geta hagnýtt sér.