149. löggjafarþing — 68. fundur,  20. feb. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

257. mál
[17:53]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum að tala um þokkalegan styrk. Við erum að tala um 800.000 sem þetta gerir samtals og ég held að það sé mikilvægt að við sköpum grundvöll á annan hátt en þennan til að styðja við konur sem taka þær ákvarðanir sem þær verða að gera. Það er horft til annarra landa eins og Bandaríkjanna og við sáum í í sjónvarpinu um daginn talað um endurættleiðingar, að fólk sé að skila börnum. Við viljum ekki fara þangað. Telur hv. þingmaður ekki nauðsynlegt að styrkja á annan hátt konur, hvort sem er í þessum aðstæðum eða öðrum hvað varðar meðgöngu og fæðingu, að við getum opnað aðrar leiðir til að styrkja þessar konur?