149. löggjafarþing — 68. fundur,  20. feb. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

257. mál
[17:58]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að játa að ég er engan veginn sannfærður um ágæti málsins. Ég hef fylgst mjög grannt með umræðunni um staðgöngumæðrun í gegnum tíðina. Viðvörunarflöggin sem risu í þeirri umræðu allri blakta úti um allt í þessu frumvarpi og er ég að fara fram á að flutningsmenn þessa frumvarps íhugi a.m.k. og ekki síður, af því að ég geri ráð fyrir að þetta mál fari fyrir hv. velferðarnefnd, að nefndarmenn þeirrar nefndar skoði málið sérstaklega með þeim augum því að við getum hreinlega ekki leyft okkur að taka ákvarðanir á þeim forsendum að við gætum verið að útsetja konur fyrir hættu.