149. löggjafarþing — 68. fundur,  20. feb. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

257. mál
[18:34]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður segir að ákvörðunin sé konunnar en hún er það ekki í gildandi lögum. Þetta er ekki ákvörðun konunnar í núgildandi lögum. Þetta er ákvörðun tveggja starfsmanna ríkisins. Hv. þingmaður vill ekki breyta því fyrirkomulagi en talar samt um að honum finnist ákvörðunin vera konunnar. En ég spyr þá, fyrst hv. þingmanni finnst ákvörðunin vera konunnar, hvort honum finnist þá ekki líka mega vera ákvörðun konunnar hvort hún þiggi fræðslu, m.a. um ættleiðingar. Eða þarf að skikka fullorðnar konur í fræðslu um sig og sinn líkama og þau úrræði sem standa til boða? Heldur hv. þingmaður að konur sem kjósa að fara ekki þá leið geti ekki lesið sér til gagns?