149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[04:08]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég verð að biðja forseta um að útskýra þau orð sem hann lét falla áðan ögn betur. Það kann vel að vera að athyglin sé ekki alveg eins og hún á að vera þegar líður á morgun, en ég kannast ekki við að hafa brigslað nokkrum manni í kvöld um neitt, og ekki hef ég kallað nokkurn mann gungu og því síður druslu. Ég verð eiginlega að viðurkenna að mér þykir forseti orðinn nokkuð kaþólskur ef hér hafa fallið einhver orð í kvöld og nótt sem eru óviðurkvæmileg eða ósæmileg í garð nokkurs manns. Ég kannast bara ekki við það að slík orð hafi fallið hér. En víst höfum við kallað eftir að fá skýringar á því með hvaða hætti það mál sem hefur verið rætt ber að og af hverju það er svo búið sem það er. Ef það er ekki leyfilegt hér og nú og ef menn ætla að fara að ritskoða (Forseti hringir.) ræður þingmanna að vild þá held ég að menn verði að leggja línur sem gildi þá fyrir alla.