149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[05:17]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg laukrétt sem hv. þingmaður segir hér. Það lítur þannig út við fyrstu og aðra sýn að málið sé með þeim hætti búið að hætta sé á því að ríkissjóður og þar með þjóðin verði af verulegum fjármunum. Og nú tek ég enn fram þá tölu sem ég sagði áðan. Við erum að ræða mál sem varðar upphæð sem er u.þ.b. 10% af öllum fjárlögum ríkisins. Þeir 23 milljarðar sem við höfum rætt hér í dag og í kvöld og í nótt sem tapast gætu í þessum málarekstri eins og hann er nú uppbyggður er upphæð sem nemur nánast öllum afgangi af ríkissjóði árið 2019, sem er áætlaður 29 milljarðar kr.

Ég verð að segja það enn einu sinni, herra forseti, að þessar tölur eru þannig að mér finnst óverjandi að þetta mál fái ekki betri meðferð en það hefur þegar fengið á þessu þingi.