149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[22:26]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég vildi svo sannarlega óska þess að hægt væri að töfra eitthvað fram sisona, en ráðuneytið kann enga galdra í því efni. Þekkingin á þessum stofnum liggur fyrir hjá Hafrannsóknastofnun. Hún liggur sömuleiðis fyrir hjá útgerðunum sem undir heyra og þeim er frjálst að fara ef þær vilja það. Það er bara þannig.

Ef áfall sem þetta verður hins vegar til aukins byggðabrests er þetta orðið miklu stærra mál. Þá þarf að nálgast það út frá öðrum þáttum en aukningu í veiðiheimildum eða nýjum tegundum o.s.frv. Sem betur fer er það hljóð sem ég hef heyrt úr greininni á þann veg að menn telja að þeir ráði við þetta, þeir þurfi bara að komast í gegnum þetta á (Forseti hringir.) hörkunni. En fyrir samfélögin er þetta gríðarlega þungt högg og sérstaklega þá einstaklinga sem hafa haft af þessu atvinnu og laun.