149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[13:47]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Fyrir hönd hv. þingkonu Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þakka ég hæstv. ráðherra kærlega fyrir að eyða megninu af tímanum í að svara hennar spurningum en ekki mínum. [Hlátur í þingsal.]

Ég er alveg sammála því að rekstrarhagræði við nýjar byggingar er gríðarlega mikið. Ég held einmitt að það eigi eftir að koma í ljós á Landspítalanum, akkúrat vegna þess að í svona flóknum byggingum getur falist mikið hagræði. Ég held að það sé alveg rétt hjá hæstv. ráðherra að það getur líka birst í rekstri nýrra hjúkrunarheimila. En ég vil minna á að það vantar alveg rosalega mikinn pening inn í þennan grunn til þess að við getum náð sátt um það. Fyrsta skrefið var stigið í ráðherratíð Kristjáns Þórs Júlíussonar þegar hann bætti 1,5 milljörðum í rammasamninginn en það vantar miklu meira.

En að lokum, hæstv. ráðherra. Nú talar hún um að það sé mikilvægt að hugsa um heilsuvernd aldraðra. Við eigum mjög mikið óunnið í heimahjúkrun. Þar vantar líka mikla peninga. (Forseti hringir.) Sjáum við þá fljótlega?