149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[16:26]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta. Ég er alveg sammála henni um að þetta á að vera þarna inni. Það á ekki að vera spurning. Þetta eru bara sjálfsögð mannréttindi og í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna sem við höfum fullgilt.

En síðan er annað líka í þessu. Það eru hleðslustöðvar sem er verið að setja upp fyrir rafmagnsbíla úti um allt land. Þar gleymist líka þessi eðlilegur hlutur að það þarf að setja upp sérstaklegar hleðslustöðvar fyrir þá sem eru fatlaðir vegna þess að þeir geta ekki nýtt sér venjulegar hleðslustöðvar. Þar af leiðandi virðist, því miður, og það er eiginlega sorglegt til þess að hugsa að maður skuli hafa lesið hérna allan þennan málaflokk í sambandi við fjárlög og það sé ekki nefnt á einum stað fatlaður einstaklingur eða aðstaða fyrir fatlaða, hvorki á ferðamannastöðum né í sambandi við hleðslustöðvar rafmagnsbifreiða.