149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[18:58]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir. Það er fagnaðarefni að það eru fleiri á landsbyggðinni sem sækja í iðnnám. Ég þekki þetta lauslega með Verkmenntaskóla Austurlands og sannarlega hef ég fylgst vel með í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Fyrst við erum komin til Akureyrar hef ég fylgst með nemendum þar á starfsbraut og mig langar að vekja aðeins upp hugsun um hvernig við hugum að nemendum á starfsbrautum með tilliti til atvinnuþátttöku þeirra að skóla loknum, hvort það sjáist einhvers staðar í fjármálaáætluninni — ég sá það ekki — að reyna eigi að spýta þar í og veita þeim nemendum aukin tækifæri á vinnumarkaði að námi loknu.