149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[20:43]
Horfa

dómsmálaráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Frú forseti. Svarið við fyrri spurningu hv. þingmanns um kostnaðinn er nei. Það hefur ekki verið tekið saman og liggur ekki fyrir. Svarið við síðari spurningunni varðandi kirkjujarðasamkomulagið er að það er langt komið og hefur auðvitað verið í vinnslu eða í gangi í mjög langan tíma. Þar er um að ræða einkaréttarlegan samning sem ég myndi segja að væri hægt að taka út fyrir sviga, jafnvel þótt við tækjum umræðu um fjárhagsleg samskipti almennt ríkis og kirkju. En mér skilst að vonir standi til að hægt verði að ljúka þeim samningum á þessu ári.