149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[21:15]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Hæstv. forseti. Í fyrsta lagi varðandi spurningu um fráveitu tel ég mjög mikilvægt að gengið verði í að vinna meira að þeim málum og með sveitarfélögunum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ég erum núna að vinna að því að greina betur með hvaða hætti hið opinbera geti mögulega komið að þeim málum, bæði með einhvers konar stuðningi, eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála að eigi að skoða, en líka til að skoða sérstaklega stærri staði og hvernig megi nýta þennan úrgang sem verðmæti, hvort sem það er í landbúnaði sem áburður eða í landgræðslu.

Varðandi urðun og flokkun og annað slíkt er alveg ljóst að við þurfum að gera miklu betur í þeim efnum. Kannski sem fyrsta skref held ég að mikilvægt sé að við skyldum flokkun, skyldum flokkun á heimilissorpi og líka frá fyrirtækjum (Forseti hringir.) og samræmum þetta á milli sveitarfélaga. Það er kannski fyrsta skrefið sem ég vil nefna.