149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[22:53]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Við erum auðvitað að stíga okkar fyrstu skref í nýju umhverfi ríkisfjármála og eitt af því er að setja okkur viðmið og markmið. Það hefur legið fyrir frá fyrsta degi að það er eitthvað sem við þurfum að þróa. En þegar hv. þingmaður segir að það vanti einhvern metnað, þegar kemur að alþjóðaviðskiptasamningum þá er bara mjög langur vegur frá því. Ég held líka að allir sem fylgjast með sjái það. Ég nefndi nokkra þætti. Auðvitað er Brexit stærsta einstaka málið og mest aðkallandi núna og það er mjög ánægjulegt að við séum búin að ná því fram að fara í efnahagssamráð við Bandaríkin. Við erum svo sannarlega ekki gefa neitt eftir þegar kemur að EFTA. Hv. þingmaður vísað til þess að við erum enn þá með fyrstu kynslóðar samninga, stundum komin þriðja kynslóð, og að því er unnið. Ég veit ekki hvort það þurfi eitthvað að skýra það frekar, sömuleiðis varðandi tvísköttunarsamningana, fjárfestingarsamningana og ýmislegt annað. Metnaðurinn er svo sannarlega til staðar. Ég held að (Forseti hringir.) allir sem líta á það með einhverri sanngirni sjái (Forseti hringir.) að það er bæði metnaður og kraftur til staðar þegar kemur að alþjóðaviðskiptasamningum hjá utanríkisþjónustunni.