149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[23:42]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Mig langar að spyrja hæstv. utanríkisráðherra út í ummæli sem hann sagði í viðtali við hann og síðan hæstv. forsætisráðherra. Í tilefni af því að Bretar eru á leiðinni út úr Evrópusambandinu með Brexit og að EES-samningurinn á 25 ára afmæli hafa menn verið að spyrjast fyrir um það hvernig mönnum hugnaðist ef Bretar myndu sækjast eftir aðild að EES-samningnum. Ef ég tók rétt eftir voru svör hæstv. ráðherranna tveggja ekki alveg samhljóða og þess vegna er spurningin: Hefur eitthvað verið rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar hvaða stefnu (Forseti hringir.) eða tilboð Ísland vill gefa Bretum í vandræðum sínum eftir að þeir slíta hjónabandi við Evrópusambandið?