149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:14]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta velfn. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrirspurnina. Ég segi bara: Ef þetta væri svona flókið eins og þú ert að segja, lögreglan og ég veit ekki hvað og hvað, þá væru engar fóstureyðingar. Ég sé ekki fyrir mér að þessar 1.000 fóstureyðingar hefðu þá verið gerðar.

Það segir sig sjálft og ég ætla bara að vona að í þeim (Gripið fram í.) tilfellum þegar um hjón er að ræða hafi þau rætt málin og komist að niðurstöðu um að viðkomandi kona fari í fóstureyðingu, að einhvern veginn hafi þau komist að þeirri niðurstöðu. Ég hef aldrei heyrt um að hringt hafi verið á lögreglu eða að það hafi orðið einhver slagsmál út af því. Ég held að það sé hvergi skráð. (ÞSÆ: … konan ræður þessu.) — Ha? (ÞSÆ: Hvernig viltu framkvæma þetta? Að neyða einhverja …) Það á ekkert að neyða einn né neinn. Við erum ekki í samfélagi til að neyða einn né neinn. (ÞSÆ: Þú vilt að gera það.) Það eru 1.044 fóstureyðingar og engri neitað. (Gripið fram í.)Hvern erum við þá að neyða?

Ég er að segja að við eigum að passa okkur að útvíkka þetta ekki svo mikið að það verði einhver getnaðarvörn. (Gripið fram í: Þarna er vantraustið.)