149. löggjafarþing — 99. fundur,  3. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[12:08]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Herra forseti. Í fyrsta lagi virðist þessi breytingartillaga frá 3. minni hluta velferðarnefndar vera á misskilningi byggð vegna þess að hún þrengir núgildandi rétt niður í 12 vikur þar sem nú eru 16 vikur, þ.e. þar sem heimild er til þungunarrofs, og lengur ef sérstakar og alvarlegar ástæður eru fyrir hendi. Þannig að þessi grein gerir ekki það sem flutningsmenn breytingartillögunnar leggja til að hún geri. (Gripið fram í.) — Ég er ágætlega skyggn, hv. þm. Inga Sæland. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.)

(Forseti (SJS): Þögn í salnum.)

Þegar ég les textann skil ég hann ágætlega, öfugt við hv. flutningsmenn þessarar tillögu, sem þrengja að núgildandi rétti með þessari breytingartillögu.

Ég segi nei við þessari tillögu, ég mæli með því að allir gera það og vonast að sjálfsögðu til þess.