149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:22]
Horfa

Páll Magnússon (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér á eftir atkvæði um breytingartillögu mína um örlitla breytingu á 4. gr. frumvarpsins, sem er til þess ætluð að koma hænufet til móts við sjónarmið allra þeirra sem lýst hafa miklum efasemdum um þessa grein, m.a. af siðferðislegum, tilfinningalegum og trúarlegum ástæðum. Í þessum stóra hópi eru meðal fjölmargra annarra Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, biskup Íslands og formaður læknaráðs Landspítalans, sem svo vill til að er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir.

Í frumvarpinu sjálfu eru tekin tíu skref áfram í vikum talið frá núgildandi lögum. Það er of langt gengið. Hér er of hratt farið. Tökum tvö skref til baka af virðingu við önnur sjónarmið í þessu viðkvæma máli og samþykkjum þá breytingartillögu sem hér kemur til atkvæða á eftir.