149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:45]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það á ekki að vera hlutverk stjórnvalda að rýmka svo mikið heimildir til fóstureyðinga. Málið er umdeilt og viðkvæmt. Það á að vera hlutverk stjórnvalda að tryggja bestu fáanlegu mæðravernd og efnahagslegar og félagslegar aðstæður sem hvetja konur til að standa með lífinu sem guð gaf og hefur heitið okkur að blessa.

Ég er á móti þessu frumvarpi.