149. löggjafarþing — 104. fundur,  14. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:28]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið.

Mjög stutt: Það sem er slæmt tel ég vera að þegar sæstreng verður stungið í samband eftir X ár verðum við samstundis undir þessu regluverki sem er „monitorað“ af ACER. Það er í rauninni svarið við þeirri spurningu af hverju ég hafi efasemdir um innleiðingu þriðja orkupakkans með þeim hætti sem verið er að gera.