149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:54]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni gott svar. Ég held einmitt að menn átti sig ekki almennilega á því í þessari umræðu hversu dýrmætt það er fyrir Evrópusambandið að eiga aðgang að hreinni orku. Eins og ég nefndi fyrr í kvöld er orkumálum í Evrópusambandinu þannig háttað að þeir nýta mikið jarðefnaeldsneyti og eins og við þekkjum kemur það til með að verða af skornum skammti í framtíðinni, auk þess sem loftslagsmálin, stóru málin í dag, kalla á að menn minnki verulega losun á jarðefnaeldsneyti. Þannig að við verðum æ mikilvægari í augum Evrópusambandsins. Þess vegna held ég (Forseti hringir.) að við eigum að fara mjög (Forseti hringir.) gætilega í innleiðingu tilskipunar af þessu tagi, (Forseti hringir.) vegna þess að hún gefur Evrópusambandinu (Forseti hringir.) greiðari aðgang að okkar hreinu orku.