149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:32]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Já, ég tek undir orð þingmanna sem hingað hafa komið um að herra forseti gefi okkur upp hvenær hann ætli að ljúka þessum fundi og fresta málinu, eins og hann orðaði fyrr í kvöld að myndi gerast von bráðar. Það væri alla vega ekki mjög langt í það.

Hér er um stórt mál að ræða. Það er mikil andstaða við þetta mál meðal þjóðarinnar, eins og kannanir hafa sýnt, jafnvel upp í 80%. Að byrja að ræða þetta í gær og afgreiða núna í nótt, klukkan að verða fjögur að nóttu, finnst mér ekki sæmandi þessu máli vegna stærðar þess og mikilvægis fyrir þjóðina, eins og komið hefur fram í ræðum fjölmargra hv. þingmanna.

Ég vil líka benda á að það er mikil andstaða gegn þessu máli meðal stuðningsmanna (Forseti hringir.) stjórnarflokkanna og þeirrar stjórnarandstöðuflokka sem styðja ríkisstjórnina í þessu máli.