149. löggjafarþing — 119. fundur,  7. júní 2019.

upplýsingalög.

780. mál
[15:44]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er samstaða um frumvarpið og nefndarálitið og breytingartillögur sem við greiðum hér atkvæði um en eftir 2. umr. í dag kom ábending þess efnis að 15. gr. frumvarpsins, sem varðar þann tímafrest sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur, breytir upplýsingalögum á þann hátt að út falla orð í 23. gr. frumvarpsins: svo fljótt sem verða má, þ.e. úrskurðarnefndin skal vinna svo fljótt sem verða má. Ástæðan fyrir því var sú að í stjórnsýslulögum er þetta meginreglan en fyrst að fjölmiðlakona sem benti á þetta var ekki meðvituð um það höfum við ákveðið að setja þetta inn á milli 2. og 3. umr.: „svo fljótt sem verða má“. Þá eru þau í frumvarpstextanum sjálfum og svo er náttúrlega þessi 150 daga frestur áfram þarna inni en bara bætt við þessu orðalagi: svo fljótt sem verða má, þannig að það sé í frumvarpstextanum. Enginn þarf þá að velkjast í vafa um að það sé meginreglan.

Frumvarpið er líka kallað inn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til að gera þetta á milli 2. og 3. umr.