149. löggjafarþing — 130. fundur,  28. ág. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[11:11]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður heldur sig bara við sinn leista og það er ágætt. Það flýgur hver eins og hann er fiðraður. Það er ekki þannig að hv. þingmaður hafi nefnt eitt einasta dæmi um að eitthvað sem við höfum haldið fram hafi verið hrakið, þaðan af síður af fræðimönnum. (ÞorstV: Að minnsta kosti fjögur.) Hann hefur engin dæmi nefnt og hann notaði ekki sinn ræðutíma til þess að gera það. Hann var svo upptekinn við að nota þau gífuryrði og stóryrði sem hann lét sér um munn fara. Við það verður að búa. Ef hv. þingmaður vill ræða þetta á málefnalegan hátt skal ekki standa á mér að taka þátt í slíkri umræðu og samtali við hv. þingmann.