150. löggjafarþing — 3. fundur,  12. sept. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:22]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Að öllum öðrum málefnum ólöstuðum langar mig að spyrja um kirkjujarðasamkomulagið sem ég hef ekki miklar mætur á. Nú er verið að gera einhvern viðbótarsamning sem fjárlaganefnd, eftir því sem ég best veit, hefur ekki fengið að sjá enn þá. Samt er þetta lagt fram í fjárlagafrumvarpinu. Þegar allt kemur til alls verður sá samningur samþykktur, væntanlega með atkvæði Alþingis, eða ekki. Ég býst við því að samningurinn, eins og margir aðrir samningar, sé gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis af því að annað væri brot á stjórnarskránni.

Kirkjujarðasamkomulagið — við höfum ekki hugmynd um hvað við vorum að fá fyrir það að borga óendanlega mikinn pening til eilífðar. Hvaða jarðir voru þar undir? Það virðist enginn geta svarað því hvað samfélagið fékk í raun og veru fyrir þann pening sem það greiddi, fyrir það skattfé sem er verið að greiða. Ef við myndum t.d. hætta þessu væri hægt að lækka skatta um 1.000 kr. á mánuði (Forseti hringir.) eða fjármagna heilbrigðiskerfið einhvern veginn öðruvísi, eins og minnst var á áðan.