150. löggjafarþing — 3. fundur,  12. sept. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:28]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni fyrir ágæta spurningu sem snýr að skatteftirliti. Hann vísar í bls. 119 þar sem er framlag til aukins eftirlits með skattheimtu og síðan eru tekjur sem áætlað er að skili sér umfram þann kostnað sem fer í eftirlitið. Heildarumfang skattsvika eða þess sem við förum á mis við er kannski ekki alveg ljóst. Jú, hv. þingmaður nefndi tölur, en einfalda svarið við því er að einfalda skattkerfið, auka skilvirkni og samábyrgð borgaranna. Ég held að sú menning sem hefur byggst hér upp sé eitthvað sem við þurfum að horfa til. En jafnframt er nauðsynlegt eftirlit með því kerfi sem við höfum í dag (Forseti hringir.) og svo vinnum við á Alþingi stöðugt að því að bæta og einfalda kerfið svo það verði skilvirkara.