150. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2019.

náttúruvernd.

65. mál
[18:03]
Horfa

Álfheiður Eymarsdóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef sömu trú og hv. þm. Ásmundur Friðriksson, það verður ekkert bætt sérstaklega í lögregluna út af þessu lagafrumvarpi. Ég held að enginn hafi átt von á því. Þess vegna spyr ég mig hvort lagasetningin sé óþörf. Ég held að við séum öll sammála um að inntakið er gott og að það eigi að ganga vel um. En ég held að reynsla sveitarfélaga af lögreglusamþykktum sama efnis sýni að þetta er kannski enn ein reglan í sveitarfélaginu, sem við ætlum að gera að lögum um land allt, sem er ekki framfylgt. Það er ekkert eftirlit með því og reglur og lög án eftirlits eru óþörf að mínu mati.