150. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2019.

ábyrgð á réttindum barna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og öðrum réttarheimildum.

254. mál
[14:55]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Forseti. Þetta er beiðni til dómsmálaráðherra um skýrslu um ábyrgð á réttindum barna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og öðrum réttarheimildum. Til að það sem hefur komið skýrt fram í starfi mínu og annarra sem eru hérna fyrir þingflokka sína sem talsmenn barna í þeim tilgangi að hafa réttindi barna að leiðarljósi í starfi sínu er ákveðin óvissa um hvar ábyrgðin liggur raunverulega á því að framfylgja þeim lögum og reglum sem eru í landinu og væru um margt mjög góð ef þeim væri framfylgt. Það sem hefur komið fram, bæði frá UNICEF og umboðsmanni barna, er að brotalömin er aðallega í innleiðingu á þessum lögum og framfylgd með þeim. Með þessu fáum við skýr svör um réttindi barna, hver beri ábyrgð á því að framfylgja þeim þannig að við á þinginu, við sem talsmenn barna og við sem þingmenn, getum sinnt hlutverki okkar í að tryggja að lögunum sé framfylgt, að réttindi barna séu vernduð og þau höfð í forgangi, (Forseti hringir.) eins og segir í lögum um réttindi barna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna.