Óyfirlesin bráðabirgðaútgáfa frá talgreini.

150. löggjafarþing — 26. fundur,  4. nóv. 2019.

varamenn taka þingsæti.

[15:10]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá starfandi formanni þingflokks Framsóknarflokksins um að Þórarinn Ingi Pétursson, 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hafi tekið sæti á ný á Alþingi mánudaginn 28. október sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttur og vék þá 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu, Hjálmar Bogi Hafliðason, af þingi.

Þá hefur borist bréf frá 9. þm. Norðaust., Líneik Önnu Sævarsdóttur, um að hún verði fjarverandi á næstunni og geti ekki sinnt þingstörfum. Í dag, mánudaginn 4. nóvember, tekur því sæti á Alþingi sem varamaður fyrir hana áðurnefndur 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu, Hjálmar Bogi Hafliðason, en 1. varamaður á lista situr þegar á þingi eins og áður hefur komið fram.

Þeir hafa báðir tekið sæti á Alþingi og eru boðnir velkomnir til starfa að nýju.